Fjórir strákar voru inni í hlustun að hlusta á Latabæ og einn starfsmaður með þeim. Þeir földu sig undir borði og kölluðu: Glanni glæpur er að koma!

Starfsmaður: Ætlið þið ekki að passa mig ?

Strákur 1: Þetta er allt í lagi hann tekur ekki stórar og feitar konur !

Starfsmaður: Hey..

Strákur 1: Ég meina hann tekur bara ljótar konur, ekki sætar eins og þú !

Strákur 2: ... og mjóar... 

Forsíða :: Deildir :: Háteigur :: Markviss málörvun
Prenta vefsíðu

Markviss málörvun

 

 

Áætlunin Markviss málörvun felur í sér kerfisbundin vinnubrögð í leik, þar sem markmiðið er að auka málvitund og þjálfa hljóðkerfisvitund barna. Áætlunin er byggð upp í leikjaformi til þess að ná athygli þeirra og vekja áhuga um leið og leikþörf barnanna og leikgleði er mætt.

Leikirnir eru í 6 aðal flokkum:

 

  1. Hlustunarleikir
  2. Rímleikir
  3. Setningar og orð
  4. Samstöfur
  5. Forhljóð
  6. Hljóðgreining

 

Í Markvissri málörvun læra börnin að tjá sig og hlusta. Margir leikirnir eru einnig hreyfileikir sem efla hreyfi- og félagsþroska. Þeir þjálfa einnig athygli, einbeitingu og hugtakaskilning, auk þess sem þeir víkka sjóndeildarhring barnanna.

 
Leikskólinn Teigasel | Laugarbraut 20 | 300 Akranes | Sími: 433-1280 | teigasel@akranes.is

Háteigur - Sími: 433-1285 | Miðteigur - Sími: 433-1286 | Teigakot - Sími: 433-1287