Aðventustund 30. nóvember

Laugardaginn 30. nóvember 2019 verður hin árlega aðventustund Foreldrafélagsins hér í leikskólanum. Við ætlum að búa til skó til að setja í gluggann.

Að sjálgsögðu verður boðið upp á ilmandi jólasúkkulaði og piparkökur. Við opnum húsið kl. 14.00 og um klukkan 15. 30 hjálpumst við að ganga frá, svo við getum farið öll og notið þess að fara niður á Akratorg að fylgjast með þegar ljósin á jólatrénu verða tendrað.

Af gefnu tilefni er þeim tilmælum beint til ykkar að passa upp á að börnin séu ekki á hlaupum um leikskólann. Þennann dag á starfsfólkið fríog börnin því á ykkar ábyrgð.