Læsisstefna

 

Þann 22. september 2015 skrifaði Regína Ásvaldsdóttir, þáverandi bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, undir Þjóðarsáttmála um læsi. Í kjölfarið bókuðu bæjarráð Akraneskaupstaðar ásamt skóla- og frístundasviði vegna undirritunarinnar að áhersla yrði á mikilvægi þess að tryggja faglegt sjálfstæði skóla og sveitarfélaga hvað varðar val á aðferðarfræði í lestrarkennslu. Í framhaldi var tilnefndur starfshópur um læsi. Í honum eru aðstoðarleikskólastjórar en þeir eru einnig sérkennslustjórar sinna skóla.

Markmiðið var að:

  • Að efla starfshætti leikskóla Akraneskaupsstaðar með tilliti til undirritunar sáttmála um eflingu læsis.
  • Að gera átak í að efla málþroska og læsi í leikskólum Akraneskaupsstaðar.
  • Að auka þekkingu starfsfólks á leiðum til að efla málþroska og læsi leikskólabarna.
  • Að samræma starfshætti og miðla þekkingu á milli leikskólanna.
  • Að auka þekkingu foreldra á hlutverki og mikilvægi þeirra í málörvun og lestrarnámi barna.
  • Að útbúa árganganámskrár fyrir málörvun og læsi í leikskóla.

 

Hér er foreldrahluti læsisstefnunar:

laesisstefna foreldrar.pdf