Tannlæknaheimsókn

Á hverju ári standa Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands fyrir tannverndarviku með þeim skilaboðum til landsmanna að huga betur að tannheilsunni og leggja enn meiri áherslu á góða tannhirðu. Tannverndarvikan er alltaf í kringum tannverndardaginn sem er 20. márs ár hvert. Tannverndarvikan í ár var 18.-22. mars. Af því tilefni kom Valdís Marselía tannlæknir í heimsókn og hitti 2019 árganginn og fræddi þau um mikilvægi tannburstunar.