Jólaskemmtun Teigasels

Jólaskemmtun Teigasels er í dag 20. desember. Þá mega börnin mæta í sínu fínasta pússi ef þau vilja. Við ætlum að ganga í kringum jólatréð og syngja. Ef við erum heppin þá koma kannski rauðklæddir sveinar og syngja með okkur, og gefa börnunum eitthvað skemmtilegt. Við ætlum svo að borða dýrindis hátíðarmáltíð í hádegismat.