Foreldrasamstarf

Foreldrafélag

Foreldrafélag Teigasels er skipað foreldrum barna í leikskólanum. Hlutverk foreldrafélagsins er að styðja við og auðga starf leikskólans, til dæmis með því að bjóða upp á leiksýningar og fleira. Árgjald í félagið er innheimt einu sinni á ári með gíróseðli sem sendur er í heimabanka foreldra. Árgjaldið er 4000 kr á heimili óháð barnafjölda. Tengiliður leikskólans við foreldrafélagið er Íris Guðrún Sigurðardóttir leikskólastjóri.

Stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2023-2024 skipa:

Martha Lind Róbertsdóttir formaður
Sædís Ösp Runólfsdóttir varaformaður
Hjörvar Gunnarsson gjaldkeri
Meðstjórn:
Aldís Petra Sigurðardóttir
Sunneva Lind Ólafsdóttir

Foreldraráð

Samkvæmt 11gr. um lög um leikskóla, Lög nr. 90 12. júní 2008. Kemur fram að kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði. Leikskólastjóri getur sótt um undanþágu til sveitarfélags um stofnun foreldraráðs ef gildar ástæður eru fyrir hendi, svo sem vegna fámennis í leikskóla.
Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

Foreldraráð Teigasels skólaárið 2023-2024 eru:
Berglind Bergsdóttir
Sunneva Líf Lorange
Sigurbjörg Gyða Guðmundsdóttir

Fundir stjórnar foreldrafélagsins og foreldraráðs

Fundur foreldraráðs 8. september 2023

Fyrsti fundur foreldrafélagsins 2023-2024