Í Teigaseli er lögð áhersla á stærðfræði, frjálsan leik og sköpun.
Í Teigaseli skiptast börnin á fimm deildir eftir aldri.
GLEÐI-EINING-VIRÐING
Eru einkunnarorð Teigasels
____________________________
Með þessum orðum viljum við tengja saman þá gleði sem fylgir hverju barni, þá einingu sem við viljum ná saman sem heild og að borin sé virðing fyrir öllum.
Í morgun fengum við í sendingu frá einni afasystur barns hjá okkur 12 pör af vettlingum. Alveg dásamleg gjöf sem mun koma sér örugglega vel í vetur. Takk fyrir elsku "amma Dísa"
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gefur öllum börnum fædd árið 2022 bókina Orð eru ævintýri. Börnin á Miðteig og Hákoti fengu bókin afhenta í síðustu viku.
Orð eru ævintýri er gjöf til allra þriggja ára barna á Íslandi. Um er að ræða myndaorðabók sem býður upp á tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs og efla orðaforða. Hún hefur verið þýdd á nokkur tungumál og verður aðgengileg á rafrænu formi á vef ásamt gagnvirkum verkefnum og kennsluleiðbeiningum fyrir leik- og grunnskóla. Aftast í bókinni eru stuttar leiðbeiningar um notkun og hugmyndir að umræðuefnum. Myndhöfundar eru Blær Guðmundsdóttir, Böðvar Leós, Elín Elísabet Einarsdóttir og Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson.
Þá er komið að því að halda næsta foreldrafærni námskeið.
Ný námskeið hefjast 2. september og verða á þriðjudögum frá kl 15-17
Námskeiðið er 12 vikna námskeið sem byggir á gagnreyndum aðferðum í vinnu með börnum og foreldrum.
Akraneskaupstaður hefur kynnt breytingar á verklagsreglum leikskóla sem miða að því að bæta starfsumhverfi, auka sveigjanleika og veita foreldrum tækifæri til að lækka leikskólagjöld verulega. Skóla- og frístundaráð hefur unnið náið með leikskólastjórum að útfærslu sem tekur mið af því að mæta þjóðfélagsbreytingum um styttingu vinnuviku starfsfólks með sem minnstri þjónustuskerðingu og fjölbreyttari afsláttarkjörum.