Í Teigaseli er lögð áhersla á stærðfræði, frjálsan leik og sköpun.
Í Teigaseli skiptast börnin á fimm deildir eftir aldri.
GLEÐI-EINING-VIRÐING
Eru einkunnarorð Teigasels
____________________________
Með þessum orðum viljum við tengja saman þá gleði sem fylgir hverju barni, þá einingu sem við viljum ná saman sem heild og að borin sé virðing fyrir öllum.
Akraneskaupstaður hefur kynnt breytingar á verklagsreglum leikskóla sem miða að því að bæta starfsumhverfi, auka sveigjanleika og veita foreldrum tækifæri til að lækka leikskólagjöld verulega. Skóla- og frístundaráð hefur unnið náið með leikskólastjórum að útfærslu sem tekur mið af því að mæta þjóðfélagsbreytingum um styttingu vinnuviku starfsfólks með sem minnstri þjónustuskerðingu og fjölbreyttari afsláttarkjörum.
Leikskólar Akraneskaupstaðar luku nýverið við að halda foreldranámskeiðið Tengjumst í leik í samvinnu við Invest in play® og Föruneytibarna. Akranes er fyrst sveitafélagið á Íslandi sem bauð foreldrum barna í öllum sínum leikskólum á námskeiðið án endurgjalds. Foreldrar 48 barna á Akranesi sátu námskeiðið í fjórum leikskólum.
„Það er miklu meiri ró á heimilinu…“ Ummæli foreldris sem sat námskeiðið á Akranesi.
,,Mér hafa finnst námskeiðið hjálpa mér að takast á við foreldrahlutverkið“ Ummæli foreldris sem sat námskeiðið á Akranesi.