Með þessum orðum viljum við tengja saman þá gleði sem fylgir hverju barni, þá einingu sem við viljum ná saman sem heild og að borin sé virðing fyrir öllum.
Velkomin í Teigasel
Í Teigaseli er lögð áhersla á stærðfræði, frjálsan leik og sköpun.
Í Teigaseli skiptast börnin á fimm deildir eftir aldri.
Þá er komið að því að halda næsta foreldrafærni námskeið.
Ný námskeið hefjast 13. janúar og verða á þriðjudögum frá kl 15-17
Námskeiðið er 12 vikna námskeið sem byggir á gagnreyndum aðferðum í vinnu með börnum og foreldrum. Tengjumst í leik er námskeið þar sem foreldrar efla sjálfstraust sitt í foreldrahlutverkinu og skapa trygg og góð tengsl við börnin sín. Þannig geta foreldrar betur stutt náms- og félagsfærni, ásamt því að stuðla að aukinni tilfinningastjórn barna sinna.
Kæru foreldrar og foráðamenn
Á morgun, föstudag, þann 24. október, hafa á sjötta tug samtaka kvenna, launafólks og fleiri hagsmunahópa boðað til kvennaverkfalls. Það á einnig við hér í Teigaseli en hér vinna eingöngu konur.
Nú erum við búnar að tak…
Í morgun fengum við í sendingu frá einni afasystur barns hjá okkur 12 pör af vettlingum. Alveg dásamleg gjöf sem mun koma sér örugglega vel í vetur. Takk fyrir elsku "amma Dísa"