Starfið á Háteig

Á Háteig viljum við efla:

  • sjálfstraust, sjálfshjálp og sjálfsmynd
  • getu barna til að mynda góð tengsl við börn og fullorðna
  • færni til að tjá tilfinningar sínar og lesa í tilfinningar annarra
  • færni til að leysa vandamál í samskiptum við aðra
  • færni til að vera virðingu fyrir umhverfinu og samfélaginu

 

Við leggum áherslu á stærðfræði, málörvun, sköpun og skynjun í okkar starfi.

Við vinnum með vináttuverkefnið um  BLÆ þar sem við leggjum áherslu á umburðarlyndi, umhyggju, virðingu og hugrekki.

Við erum með útikennslu einu sinni í viku.

Elsti árgangurinn er í samstarfi við slökkviliðið um eldvarnareftirlit, bæði heima og í leikskólanum.