Tannverndarvika

Á hverju ári standa Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands fyrir tannverndarviku með þeim skilaboðum til landsmanna að huga betur að tannheilsunni og leggja enn meiri áherslu á góða tannhirðu. Tannverndarvikan er alltaf í kringum tannverndardaginn sem er 20. márs ár hvert. Tannverndarvikan í ár er 18.-22. mars.

Börnin í leikskólanum vinna og leysa hin ýmsu verkefni tengd tannheilsu og tannhirðu. Þau skoðuðu blöð og klipptu út myndir af allskonar mat og flokkuðu hann svo eftir því hvort það er hollt eða óhollt fyrir tennurnar.