Þorrablót

Þann 21. janúar ætlum við í Teigaseli að bjóða þorrann velkomin með þorrablóti. Við ætlum að hittast inni í sal kl: 11:15 og smakka svið og hákarl. Síðan fara allir inn á sínar deildir og borða grjónagraut og slátur. Í boði er að smakka sviðasultu, hákarl og harðfisk.

Í nónhressingu fáum við skonsur með hangikjöti.