Menningarhátíðin Vökudagar verður haldin dagana 26. október til 5. nóvember 2023.
Vökudagar hafa verið haldnir síðan árið 2002 og farið vaxandi ár hvert. Að hátíðinni stendur hópur listafólks, tónlistarfólks og menningarunnenda frá Akranesi sem í samstarfi við menningarstofnanir Akraneskaupstaðar bjóða upp á öfluga og fjölskrúðuga viðburði þar sem fjölbreytt listform og menning fá að njóta sín.
Það ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi og hvetjum við bæjarbúa og gesti til þátttöku.