Afmæli Teigasels

Teigasel á afmæli mánudaginn 6. september og verður 23 ára!
Við höldum að sjálfsögðu uppá daginn og ætlum að byrja á afmælissöng og fánahyllingu kl. 9.30.                                                         Börnin fá andlitsmálningu og síðan verður húllumhæ í garðinum.
Við fáum hamborgara í hádegismat og eitthvað góðgæti í hressingu.