Árgangamót leikskólanna á Akranesi

Miðvikudaginn 3. maí var haldið árgangamót leikskólanna á Akranesi. Í ár var gerð breyting á fyrirkomulagi árgangamótsins. Ákveðið var að einungis tveir árgangar héldu mót en það voru árgangar 2018 og 2019. Það var einnig ákveðið að halda árgangamótið úti í stað þess að fara inn á leikskólana. 2018 árgangurinn hittist í Skógræktinni þar sem Akrasel sá um skipulagningu mótsins og 2019 árgangurinn hittust undir leiðsögn Teigasels. Farið var í ýmsar þrautir, sungið og leikið saman. Á báðum stöðum var svo endað með pylsupartý.