Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar 23.-31. maí

Barnamenningahátíð Akraneskaupstaðar verður haldin hátíðlega dagana 23.-31. maí 2024. Þema hátíðarinnar er SKRÍMSLI. Yfir hátíðina verða í boð spennandi smiðjur, skemmtun og samverustundir fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Hægt er að sjá dagskrá hátíðarinnar inn á www.skagalif.is

Árgangur 2018 tók þátt í verkefni þar sem þau áttu að búa til skrímsli. Þau byrjuðu á að skapa sitt eigið skrímsli og notuðu lím, sand og málningu. Hópurinn fór svo niður í fjöruna í Krókalóni og útbjuggu þar skrímsli úr þeim efnivið sem þau fundu í fjörunni.