Dagur stærfræðinnar

Risaeðluspor
Risaeðluspor
Dagur stærðfræðinnar er 14. mars og við í Teigaseli tökum að sjálfsögðu þátt í þessum degi. Dagsetningin á þessum degi hefur aðeins flakkað í gegnum árin en nú er verið að gera eins og allir hinir að elta töluna PI sem er 3.14 eða 14. mars. Þemað þetta árið var sólkerfið og vorum við svo heppin að eiga ýmis spil tengd sólkerfinu sem unglingarnir í Brekkubæjarskóla gáfu okkur. 
Við unnum ýmis verkefni tengd stærðfræðinni á öllum deildum, við notuðum Numicon kubba, einingakubba, tölubingó og verkefni um formin. Teigakot var líka að vinna með risaeðluþema og voru búin að útbúa spor eftir Grameðlu í raunstærð. Mesta sportið var að telja hvað það kæmust mörg börn í sporið. Misjafnt var eftir deildum hversu mörg börn pössuðu í sporið en það er út af því að yngri börnin passa meira upp á sitt persónulega svæði :)

 

Hér má sjá myndir frá deginum í Teigaseli.