Forsetahjónin í heimsókn á Akranesi

Forsetahjón Íslands komi í opinbera heimsókn á Akranes 15. desember sl. í tilefni af 80 ára afmæli kaupstaðarins. Elstu árgangar leikskólanna á Akranesi tóku á móti hjónunum í Garðaseli þar sem börnin sungu fyrir þau jólalög. Kalt var í veðri og því kærkomið að fá sér heitt kakó og piparkökur til að hlýja sér. Börnin áttu svo góða stund saman í leik í garðinum.