Jólakveðja og skráningadagar

Nú líður að jólum og spennan í hámarki hjá bæði börnum og starfsfólki.

Í dag föstudaginn 22. desember er fyrsti skráningadagur í jólafrísskráningardögunum og er 29. desember seinasti dagurinn. Mikið af börnum eru í fríi þessa daga. Þau sem mæta þessa daga verða saman á Miðteig og leggjum við áherslu á að njóta saman í rólegu umhverfi. 

Við minnum svo á að 2. janúar 2024 er skipulagsdagur. Þann dag er leikskólinn lokaður. 
Hafið það gott yfir hátíðirnar og við hlökkum að hitta ykkur á nýju ári.

Jólakveðja starfsfólk Teigasels.