Kæru foreldrar og foráðamenn
Á morgun, föstudag, þann 24. október, hafa á sjötta tug samtaka kvenna, launafólks og fleiri hagsmunahópa boðað til kvennaverkfalls. Það á einnig við hér í Teigaseli en hér vinna eingöngu konur.
Nú erum við búnar að taka saman hvað okkar konur ætla að gera.
Eftirfarandi deildir verða LOKAÐAR
Við biðjum ykkur samt að fylgjast vel með póstinum í dag því lokanir á öðrum vinnustöðum eins og grunnskólunum geta haft áhrif á okkar starfsfólk á þann hátt að okkar fólk komist alls ekki til vinnu á morgun. Ef það gerist getum við þurft að bregðast við því og boða frekari fáliðun.
Fáliðunaráætlun skólans er inn á heimasíðunni sjá hér og á morgun vinnum við eftir degi 1 sem þýðir að þau börn sem eru undir degi 1 eru heima á morgun.
Því miður getum við ekki farið á fótboltaæfingu á morgun en fótboltaæfing verður í höllinn fyrir þau sem eru þar skráð.
Ef einhver er í miklum vandræðum vegna þessa verkfalls má hafa samband skrifstofu skólans 4331280 eða á netfangið teigasel@teigasel.is og við athugum hvort við getum eitthvað gert til að aðstoða. Slíkur póstur þarf að berast fyrir kl. 15:30 í dag fimmtudag.
Bestu kveðjur
Íris og Heiða