Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gefur öllum börnum fædd árið 2022 bókina Orð eru ævintýri. Börnin á Miðteig og Hákoti fengu bókin afhenta í síðustu viku.
Orð eru ævintýri er gjöf til allra þriggja ára barna á Íslandi. Um er að ræða myndaorðabók sem býður upp á tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs og efla orðaforða. Hún hefur verið þýdd á nokkur tungumál og verður aðgengileg á rafrænu formi á vef ásamt gagnvirkum verkefnum og kennsluleiðbeiningum fyrir leik- og grunnskóla. Aftast í bókinni eru stuttar leiðbeiningar um notkun og hugmyndir að umræðuefnum. Myndhöfundar eru Blær Guðmundsdóttir, Böðvar Leós, Elín Elísabet Einarsdóttir og Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson.
Orð eru ævintýri er myndabók fyrir börn. Hún býður upp á tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs sem geta virkjað ímyndunarafl barna og verið uppspretta ævintýra og leikja.
Hún hentar vel til að efla orðaforða barna í leikskólum og nemenda sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku sem öðru tungumáli.
Hérna má svo nálgast vefinn þar sem finna má skemmtileg verkefni í tengslum við bókina ásamt bókinni sjálfri á rafrænu formi.