Sjómannadagurinn

Í dag héldum við í Teigaseli upp á sjómannadaginn sem verður á sunnudaginn.  Allar deildir löbbuðu niður á bryggju og skoðuðu bátana og fiskana sem eru í keri á bryggjunni.  Fórum síðan upp á torg þar sem sungið var fyrir styttuna af sjómanninum, fórum í boðhlaup og reipitog.

                            Til hamingju með daginn allir sjómenn.