Sumarhátíð foreldrafélagsins

Foreldrafélag Teigasels hélt sína árlegu sumarhátíð föstudaginn 13. júní. Hátíðin var vel heppnuð, foreldrafélagið grillaði pylsur og farið var í fjársjóðsleit. Andlitsmálning var í boði fyrir þá sem að vildu og svo skellti Steinunn okkar sér í hlutverk blaðrarans og gerði ýmsar fígúrur úr blöðrum sem að vakti mikla lukku. Takk fyrir komun.