Teigasel 25 ára

Teigasel varð 25 ára 6. september 2023 sl. Að sjálfsögðu héldum við upp á daginn með pompi og prakt. Börnin máttu koma í búningum, þau sem vildu fengu andlitsmálningu, við settum upp þrautabraut og opið á milli deilda, við vorum svo með dansiball í salnum. Í svona fínu afmæli má auðvitað ekki vanta afmælisköku, María og Drífa bökuðu svaka fína afmælisköku sem við fengum í nónhressingunni. Íris færði svo Siggu Ásu deildarstjóra á Háteig blóm, þar sem hún hefur starfað í Teigaseli frá opnun. Þetta var ótrúlega skemmtilegur dagur.