Tengjumst í leik (e. Invest In Play) Foreldranámskeið

Þá er komið að því að halda næsta foreldrafærni námskeið.
Ný námskeið hefjast 13. janúar 2026 og verða á þriðjudögum frá kl 15-17
Námskeiðið er 12 vikna námskeið sem byggir á gagnreyndum aðferðum í vinnu með börnum og foreldrum. Tengjumst í leik er námskeið þar sem foreldrar efla sjálfstraust sitt í foreldrahlutverkinu og skapa trygg og góð tengsl við börnin sín. Þannig geta foreldrar betur stutt náms- og félagsfærni, ásamt því að stuðla að aukinni tilfinningastjórn barna sinna.
 
Ég finn fyrir meira sjálfsöryggi í foreldrahlutverkinu sem skilar sér út í samskiptum milli mín og barnsins míns. Ég sé mikinn mun á barninu mínu þó hann sé ungur og stöðugt að þroskast. Þessi tæki og tól hjálpa mér að styðja við hann og efla hans sjálfstraust þegar að líður“. Ummæli frá foreldri sem sat námskeiðið í Teigaseli.

 

Þið skráið ykkur fyrir 8. janúar 2026 með því að nota QR kóðann í auglýsingunni.
 
Námskeiðið er ykkur að kostnaðarlausu og vistun er í boði á meðan á námskeiðinu stendur.
Við hvetjum ykkur eindregið til að nýta ykkur þetta einstaka tækifæri.

Ef að þessi tími hentar alls ekki þá viljum við endilega vita hvaða tímasetning hentar frekar svo við getum haft það í huga þegar við skipuleggjum fleiri námskeið. Megið þá setja ykkur í samband við Heiðu aðstoðarleikskólastjóra eða Brynju sérkennslustjóra