Þurrkustykki frá Höfða og fleirum velunnurum

Okkur í Teigaseli var farið að vanta stykki til að þurrka börnunum um andlitið. Við vildum helst fá hekluð eða prjónuð stykki. Þar sem þetta var svo mikið magn sem við þyrftum ákváðum við að setja alla anga út og leita í nærumhverfi okkar eftir fólki í þetta verkefni. Við settum okkur í samband við dvalarheimilið Höfða og handavinnan þar tók mjög vel í beiðni okkar. Ein amma í leikskólanum tók þátt í þessu með okkur. Við sáum um að útvega garnið og komum því til þessara aðila og svo var heklað og prjónað með frjálsri aðferð. Við viljum þakka þeim sem komu að þessu með okkur kærlega fyrir. Útkoman er æðisleg og stykkin eru frábær.