Dagur stærfræðinnar

Dagur stærðfræðinnar var 14. mars sl. Við héldum upp á daginn með alls konar stærðfræðivinnu. Þemað þetta árið var sólkerfið og vorum við svo heppin að eiga ýmis spil tengd sólkerfinu sem unglingarnir í Brekkubæjarskóla gáfu okkur. Við notuðum einnig Numicon kubba,einingakubba, tölubingó og verkefni um formin. Teigakot var með risaeðluþema og voru búin að útbúa risaeðluspor í raunstærð og mesta spennan var að komast að því hvað mörg börn kæmust fyrir í sporinu.