Gulur dagur og Norðurálsmótsskrúðganga

Í dag var Gulur dagur í tilefni af Norðurálsmótinu sem sett var í dag með skrúðgöngu frá Stillholti. Við létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta til að fylgjast með göngunni. Við skemmtum okkur konunglega og hvöttum liðin sem gengu hjá.

Fjölgun á leikskólakennurum í Teigaseli

Laugardaginn 15. júní sl. útkrifuðust þessar flottu ungu konur sem leikskólakennarar frá Háskóla Íslands. Gunnþórunn og Alda luku MT. prófi í menntunarfræði leikskóla. Elín og Júlíana luku M.Ed. prófi í leikskólakennarafræði. Við óskum þeim innilega til hamingju með áfangann og erum ótrúlega stolt af þessum kennurum okkar.

íþróttadagur

íþróttahátíð Teigasels var haldinn hátíðlega í dag 20. júní. Við nýttun tækifærið þar sem að rigningin ákvað að halda sig til hlés og héldum okkar árlegu íþróttahátíð. Við vorum með ýmsar stöðvar í garðinum og allir skemmtu sér konunglega. Börnin fengu svo viðurkenningu fyrir þátttöku sína á hátíðinni.

Bláfánanum flaggað við Langasand

Bláfánanum verður flaggað í 12 skiptið við Langasand þann 29. maí sl. Við létum okkur ekki vanta þegar Bláfáninn var dreginn upp. Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku fyrir árangursríkt starf í umhverfismálum. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda lífríki haf- og strandsvæða, draga úr umhverfisáhrifum, bæta öryggi og efla umhverfisvitun.

Útskrift

Föstudaginn 24. maí var árgangur 2018 formlega útskrifaður úr Teigaseli. Útskriftin var haldin í Tónbergi. Börnin sungu nokkur lög sem þau voru búin að æfa og enduðu svo á því að sýna dans. Íris og Heiða afhentu börnunum útkriftarskjöl og birkiplöntu.

Gestir á Barnamenningarhátíð

Á mánudaginn 27. maí fengum við góða gesti í heimsókn þær Birte og Immu. Þær sögðu okkur sögu af skrímslum og sungum við saman lög um skrímsli.

Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar 23.-31. maí

Barnamenningahátíð Akraneskaupstaðar verður haldin hátíðlega dagana 23.-31. maí 2024. Þema hátíðarinnar er SKRÍMSLI. Yfir hátíðina verða í boð spennandi smiðjur, skemmtun og samverustundir fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

Frístundaheimili sumarstarf/haustbyrjun

Kæru foreldrar. Sumarfrístund mun vera starfrækt í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla í ágúst mánuði fyrir börn sem eru að fara í 1.bekk (2018) og 2.bekk(2017). Boðið verður upp á heilsdags frístund fram að skólasetningu. Þar fá börnin tækifæri til að aðlagast og kynnast frístundaheimilinu sínu, skólanum og skólaumhverfi í rólegheitum áður en aðrir nemendur koma í skólann. Skráning á sumarfrístund fyrir 1 og 2.bekk fer fram á Sportabler frá og með 10.maí – 5.júní

Þurrkustykki frá Höfða og fleirum velunnurum

Okkur í Teigaseli var farið að vanta stykki til að þurrka börnunum um andlitið. Við vildum helst fá hekluð eða prjónuð stykki. Þar sem þetta var svo mikið magn sem við þyrftum ákváðum við að setja alla anga út og leita í nærumhverfi okkar eftir fólki í þetta verkefni.

Tannlæknaheimsókn

Í gær 21. mars fékk 2019 árgangurinn heimsókn frá Valdísi Marselíu tannlækni. Hún fræddi okkur um mikilvægi tannburstunar og hvernig við ættum að bursta tennur.