Gestir á Barnamenningarhátíð

Á mánudaginn 27. maí fengum við góða gesti í heimsókn þær Birte og Immu. Þær sögðu okkur sögu af skrímslum og sungum við saman lög um skrímsli.

Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar 23.-31. maí

Barnamenningahátíð Akraneskaupstaðar verður haldin hátíðlega dagana 23.-31. maí 2024. Þema hátíðarinnar er SKRÍMSLI. Yfir hátíðina verða í boð spennandi smiðjur, skemmtun og samverustundir fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

Frístundaheimili sumarstarf/haustbyrjun

Kæru foreldrar. Sumarfrístund mun vera starfrækt í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla í ágúst mánuði fyrir börn sem eru að fara í 1.bekk (2018) og 2.bekk(2017). Boðið verður upp á heilsdags frístund fram að skólasetningu. Þar fá börnin tækifæri til að aðlagast og kynnast frístundaheimilinu sínu, skólanum og skólaumhverfi í rólegheitum áður en aðrir nemendur koma í skólann. Skráning á sumarfrístund fyrir 1 og 2.bekk fer fram á Sportabler frá og með 10.maí – 5.júní